| 
                            
                             Keldunes Í Keldunesi er gistiaðstaða í sex tveggja manna herbergjum með handlaug í gistihúsinu. Auk þess eru þrjú smáhýsi sem eru búin helstu þægindum og sér snyrtingum með sturtum og 2 bjálkahús þar sem boðið er upp á svefnpokagistingu fyrir 4 í hvoru húsi en þar þurfa gestir að koma með sína eigin svefnpoka. Bjálkahúsin eru með einfaldri eldunaraðstöðu en snyrtingar og sturta eru í þriðja bjálkahúsinu sem er staðsett á milli þeirra og er sameiginleg aðstaða fyrir gesti í svefnpokagistingu. 
 
Í gistihúsinu er góð setustofa, borðstofa, eldunaraðstaða, þvottahús, baðaðstaða og heitur pottur. 
 
Á stórum svölum er grillaðstaða og gott útsýni yfir Skjálftavatn, þar sem er fjölskrúðugt fuglalíf. 
 
Veiðimenn Litlár eru hvergi betur staðsettir en í Keldunesi við bakka Litluár. 
 
Stutt er í margar náttúruperlur eins og Ásbyrgi, Dettifoss, Litluá, Jökulsárgljúfur, Hólmatungur, Rauðhóla og Vesturdal. 
 
Gestgjafi er Bára Siguróladóttir 
 
Keldunes II - 671 Kópasker - Sími: 465-2275 / 861-2275 
 
Netfang: keldunes@keldunes.is 
 
Keldunes er tilvalinn áningarstaður fyrir gesti sem ætla að skoða þingeyjarsýslur. Allar helstu náttúruperlur á Norð-Austurlandi eru handan við hornið, má þar nefna Ásbyrgi, Dettifoss, Þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum Mývatn, auk fjölda annarra staða sem vert er að skoða. 
 
Fuglalíf á Skjálftavatni er fjölskrúðugt og áhugavert fyrir fuglaskoðara. 
 
 
                         | 
                                               
                            
                            
                            
                            
                             |